Ljósblá saga úr óperuheiminum!

Ellý nokkur Ármanns bloggar á hverjum degi á ellyarmanns.blog.is. Lesendur hennar eru mörg þúsund á dag enda er viðfangsefnið „djarfar (uppfundnar) reynslusögur“ vinkvenna hennar. Sögurnar eru mjög skemmtilegar og þó ég kíki inn annað veifið geri ég ráð fyrir að lesendur síðunnar séu fyrst og fremst konur á öllum aldri sem nægir greinilega ekki að horfa á góðan fótboltaleik til að fá útrás fyrir ónýttu orkuna sem verður til þegar hversdagsleikinn er ekki nógu gefandi.

Þar sem ég er þjófóttur á góðar hugmyndir ákvað ég að skrifa eina svona „ellýármanns“ sögu úr óperuheiminum og setja hana á bloggið mitt. Með því er ég auðvitað að reyna að fjölga lesendum síðunnar svo þeir verði kannski einhvern tímann hundrað eða fleiri á dag. (Söngvarar þurfa athygli, sama hver hún er).

Hér er meistaraverkið:

„Það gerist á hverri einustu sýningu“ sagði tenórsöngvarinn, vinur minn sem leitar gjarnan til mín þegar eitthvað bjátar á.
„Ertu ekki að grínast?“ svaraði ég og átti erfitt með að fara ekki að brosa. „Og hvernig tekst þér að komast í gegnum sýninguna?“
„Þetta hefur engin áhrif á röddina en ég á bara erfitt með ganga eðlilega niður sviðið þegar dúettinn er búinn!“ svaraði vinur minn og leit í kringum sig alveg eins og hann væri að ganga úr skugga um að enginn væri að fylgjast með okkur.
„Hefur hún orðið vör við þetta?“ spurði ég og meinti brjóstgóðu kanadísku sópransöngkonuna sem syngur umræddan dúett með vini mínum á hverri sýningu.
„Auðvitað! Ég stend þétt upp við bakhlutann á henni!“ svaraði tenorinn sem var orðinn jafnrauður í framan og hann verður þegar hann syngur háa séið.
Ég gat ekki still mig um að hlæja. Þetta hafði aldrei komið fyrir mig og er ég þó búinn að standa á sviði mun lengur en vinur minn. En að manni standi á sviði. Það hafði ég aldrei heyrt um.
„En það er eitt sem ég skil ekki!“ spurði ég. „Þú ert löngu kominn út úr skápnum og færð svo bara bóner þegar þú nuddast aftan í konu sem gæti verið mamma þín?“
„Ég fæ ekki standpínu út af henni!“, svaraði vinur minn glottandi. „Það er tónlistin í dúettinum sem setur allt í gang!“

2 athugasemdir við “Ljósblá saga úr óperuheiminum!

  1. frábær saga…. ég á örugglega eftir að verða fastagestur á síðunni þinn ef þú heldur áfram á þessari braut hahahaha 😉

  2. ókunnug Anna

    Haha ég vil fleiri söngvarasögur!!

Færðu inn athugasemd