Samtal við stjörnu, skýjum ofar

Based on a true story

Þetta var á námsárunum mínum. Ég hafði verið í nokkurra daga fríi á Íslandi og var nú á leiðinni aftur til Vínarborgar. Þar sem ekki var um neitt beint flug að ræða þurfti ég að skipta um vél í Kaupmannahöfn. Á vélinni frá Keflavík tók ég eftir því að ein skærasta stjarnan meðal íslenskra óperusöngvara var líka um borð; að vísu ekki á almennu farrými eins og ég heldur á Saga class. Gott uppeldi mitt varð til þess að ég ákvað að láta stjörnuna í friði jafnvel þó mig langaði heilmikið til að kynnast henni. Við vorum jú næstum því starfsbræður þó svo að ég væri að stíga mín fyrstu skerf en hann löngu búinn að ganga á öllum stærstu óperusviðum heimsins. Alla leiðina var ég samt að gjóa augunum fram í Saga Class og sjá hvort ég kæmi ekki auga á hann og af og til heyrði ég hressilegan hlátur berast aftur eftir vélinni sem sennilega kom úr þessum „óskabarka“ íslensku þjóðarinnar.
Loks lentum við í Kaupmannahöfn og eftir að hafa snarað í mig danskri pylsu á Kastrup hélt ég í áttina að seinni flugvélinni minni þann daginn sem flaug leiðina frá Kaupmannahöfn til Vínarborgar. Ég er rétt kominn inn í vélina þegar ég rek augun í stjörnuna mína, sitjandi í næstfrestu röð, auðvitað á viðskiptafarrými. Ég tók mig saman í andlitinu, rétti fram höndina og kynnti mig.
„Já blessaður“ svaraði stjörnusöngvarinn og tók hlýlega í höndina á mér. „Ertu líka á leið til Vínar?“ spurði hann mig með norðlenskum hreim.
„Jú, ég er að klára söngnámið í vor“ svaraði ég hálf skömmustulegur.
„Heyrðu, það væri gaman að spjalla við þig.“ sagði stjörnusöngvarinn. „Viltu ekki koma fram í vél þegar hún er komin á loft og ræða málin?“
„Geri það“ svaraði ég glaður með að hafa fengið þessar móttökur.
Þegar vélin var komin á loft og sætisbeltaljós höfðu verið slökkt, stóð ég á fætur, gekk fram í viðskiptafarrými og settist við hliðina á stjörnunni, sem reyndar er töluvert lágvaxnari en ég, líka í sæti.
„Hvernig ertu í honum?“ spurði hann mig og ýtti í magann á mér.
„Bara góður“ svaraði ég en ákvað að vera ekkert að pota til baka í stjörnuna. Við ræddum síðan hitt og þetta og m.a. komst ég að því að hann væri að fara að syngja í Ríkisóperunni í Vín.
Eftir stutta stund kom yfirflugfreyjan til mín og spurði hvort ég væri í réttu sæti.
Ég svaraði því til að ég væri auðvitað í vitlausu farrými en langaði til að tala við landa minn um stund. Ég myndi síðan setjast aftur í mitt sæti áður en að maturinn væri borinn fram.
Flugfreyjan tjáði mér þá að „því miður“ væri það stefna flugfélagsins að láta farþega sitja í réttu farrými alla leiðina.
Í þessum töluðu orðum hallaði stjarnan sér upp að mér og sagði glottandi:
„Hún er nú ekki búin að fá það lengi, þessi!“

One response to “Samtal við stjörnu, skýjum ofar

  1. Ólöf Breiðfjörð

    Nú gat ég ekki annað en hlegið líkt og Gunnar í kringum 10 Tyrki á internet kaffi áðan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s