Flær á ferð og flugi!

Þessi er stolin, en dagsönn!

Tvær voru flær sem oft skelltu sér saman í óperuna. Þegar frumsýna átti Tristan og Isolde mættu þær báðar í andyrri óperuhússins rétt fyrir sýningu.
– „Við sjáumst síðan á morgun“, sagði önnur flóin áður en leiðir skyldu og sýning hófst.
Daginn eftir hittust þær á hárgreiðslustofu og báru saman bækur sínar.
– „Hvernig fannst þér?“, spurði önnur.
– „Þetta var frábær sýning“, svaraði hin. „Sópransöngkonan hefur aldrei verið betri og mér fannst uppfærslan líka skemmtileg. Ég var svo heppin að fá stæði í hárkollu á gamalli konu á 4. bekk. Frábær staðsetning!“
– „Iss, það er nú ekki mikið!“, sagði sú fyrsta „Ég var í skeggi hljómsveitarstjórans. Hljómburðurinn þar var vægast sagt frábær og svo sá ég öll smáatriði hjá söngvurunum. Hreint út sagt, stórkostlegt!“
– „Hvernig fannst þér lokasenan?“
– „Ég missti nú eiginlega af henni. Þannig var að í miðjum öðrum þætti þurfti hljómsveitarstjórinn að hnerra og við það kastaðist ég á loft og flaug yfir hljómsveitargryfjuna.Ég lenti síðan í hálsmálinu á sópraninum, rann niður milli brjóstanna á henni og eitthvað niður eftir líkamanum.“
– „Þú varst heppin að sleppa lifandi!“
– „Já, ég rotaðist rétt eftir lendinguna. Það skrítna er að í morgun þegar ég vaknaði, þá var ég aftur stödd í skegginu á hljómsveitastjóranum!“

One response to “Flær á ferð og flugi!

  1. Nú er ég loks búin að heimsækja þig á blogginu og lesa nokkrar færslur. Komum þér aðeins niður á jörðina þarna í óbærilegum feneyskum léttleika. : held þú þurfir að skammast þín aðeins fyrir að vita ekki hvað Íslandsbryggja er. Þó sögukunnáttu minni sé margt ábótavant þá þykist ég vita að á bryggjunni þeirri var mygluðu mjöli lestað en Íslandsklukkum og íslenskum óbótamönnum landað; semsagt bryggja þeirra sjófara sem til Íslands sigldu á vegum Íslandskaupmangaranna. Ikke?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s