Uppkast fyrir sýningu!

Tenorinn var byrjaður að kúgast, enda ekki nema tvær mínútur þangað til hann átti að fara á sviðið.
– „Þetta verður allt í lagi“, sagði ég meira af vana en meðaumkun. Á óperusviðinu er þessi huggulegi söngvari ekki aðeins þekktur fyrir að syngja vel heldur þykir hann líka með betri leikurum. Á hliðarsviðinu er hann hins vegar frægur fyrir það hvað hann er ofsalega taugaóstyrkur rétt áður en hann á að fara inn á sviðið.
– „Ég get ekki sungið í kvöld“, sagði sá huggulegi og leit til mín. Þrátt fyrir allt meikið sá ég að hann var orðinn grænn í framan. Það var rúm mínúta í að við ættum að labba saman á sviðið, glaðhlakkalegir og léttir á fæti.
– „Það styttist í ykkur!“, sagði sviðstjórinn og reyndi að brosa hughreystandi.
Meira þurfti ekki til. Tenórinn hljóp fram á gang og þrátt fyrir að hann næði að loka á eftir sér þá bárust æluhljóðin til okkar í gegnum hurðina.
– „Það mátti ekki tæpara standa“, sagði sviðsstjórinn og var greinilega létt.“Tilbúnir!“
Tenorinn kom hlaupandi inn aftur, þurrkandi framan úr sér með handklæði. Hann henti því í sviðstjórann og við stukkum saman á sviðið hlæjandi og kátir.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem kollegi minn þurfti að æla rétt áður en við áttum að fara á sviðið og þetta var sennilega ekki í það síðasta. Hins vegar var þetta fyrsta sýningin með nýja austurríska sópraninum. Hún hafði alveg fallið fyrir daðrinu í honum á æfingunum og ég vissi að hann myndi notfæra sér það í ástarsenunni sem hæfist þegar ég færi af sviðinu. Hún hafði enga hugmynd um hvað hann hafði verið að gera rétt áður en hann fór á sviðið og þegar þau kysstust myndi hann reka tunguna upp í hana eins langt og hann gæti.
Verði henni að góðu!

4 athugasemdir við “Uppkast fyrir sýningu!

 1. ….já hérna. Þýddi þetta þá ekki uppkast eftir sýningu líka?!

 2. Þú gætir e.t.v. bent þessum ágæta tenór að fá einhver góð afstressurnarráð frá Guðmundi Jónssyni sem var víst ekki mjög plagaður af stressi fyrir sýningar á sínum farsæla ferli :o)

 3. Halló Frændi. Nú er ég búin að lesa allar þær færslur sem ég hef misst af upp á síðkastið 🙂 Ég er ekki sú allra duglegasta að flakka um veraldarvefinn, nema það tengist námsefni 😉 …

  Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með tilnefninguna það er óskandi að þú vinnir en samt svo gaman að þú hafir verið tilnefndur, það segir sitt líka 😀

  Síðan þín er mjög skemmtileg, ég var farin að sakna sögumannsins í þér.

  Ég man þegar ég ferðaðist á milli Keflavíkur og Reykjavíkur sagði Kiddi afi mér oft sögur sem hann spann á staðnum og fannst mér þær alltaf jafn spennandi og skemmtilega, fyrir mér eru þínar sögur þesskonar.

  Svo halltu áfram… Ég er en að bíða eftir endi á hinni sögunni 😉 Hvað var í bréfinu, urðu þau ástfangin í fossvoginum, hvernig endar sagan?!?

  Ég skal vera duglegri að kommenta elskan mín.. Hafðu það rosalega gott í feneyjum og gangi þér vel… knúsar og kossar frá klakanum

 4. p.s er ég í alvuru Venjuleg???

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s