Frumsýning í kvöld!

Óperan Siegfried eftir Richard Wagner verður frumsýnd í dag (kvöld) í óperuhúsinu í Fenyjum. Ég syng þar orminn Fáfni og eftir að hafa verið drepinn um miðbik annars þáttar fæ ég að liggja dauður á sviðinu í rúman hálftíma. Félagi minn sem syngur dverginn Mími þarf ekki að liggja dauður nema í 10 mínútur. Hann drepst hins vegar með andlitið ofan í rjómatertu sem hann að vísu má ekki borða neitt því það er sjaldgæft að dauðar persónur megi hreyfa sig eitthvað. Verst er þó að lenda í ómögulegri stellingu þegar maður deyr á sviðinu og geta ekki lagað sig neitt til. Ég hef því tamið mér að deyja á mjög heimilslegan hátt og lenda í hálfgerðri sjónvarpssófastellingu. Það hefur gengið vel hingað til og tekst vonandi það líka á eftir.

Eins og venjulega á frumsýningardegi er ég fullur tilhlökkunar og dálítið spenntur. Það er þannig með þessi tiltölulega stuttu hlutverk eins og Fáfnir er, að söngvari er ekkert minna taugaveiklaður en annars. Ein sena í óperunni er um leið bara einn séns til að standa sig sem ekki má klúðra. Sé hlutverkið lengra er auðvelt að bæta upp fyrir t.d. lélega byrjun þegar líður á sýninguna. Ef mér tekst hins vegar ekki vel upp í senunni minni í kvöld þá verður erfitt að bæta fyrir það liggjandi dauður á sviðinu. Það er sama hvað ég sýni mikinn stórleik í hlutverki líkamsleifa; mitt tækifæri er búið.

Það er auðvitað engin ástæða til að ætla að illa fari. Ég reyni mitt besta.

Hér fylgir tengill á heimasíðu óperuhússins:

http://www.teatrolafenice.it/

17 athugasemdir við “Frumsýning í kvöld!

 1. María Vilborg

  tojtoj fyrir kvöldið..

  Passaðu þig bara að sofna ekki á sviðinu… getur það ekki alveg gerst? hehe

 2. Til lukku félagi!
  Ég er viss um að þér hefur gengið vel, enda reyndur maður og það má treysta þér til að drepast með stíl!
  Bíð spenntur eftir meiri fréttum af þessari uppfærslu og hvernig Feneyjar leggjast í þig. Og auðvitað ef þú heldur áfram með þessar ljósbláu sögur þínar, þá er alltaf gaman að hlægja í hljóði að kímninni klámfengnu.

 3. tojtoj fyrir kvöldið Bjarni, auðvitað frumsýningin og svo er það blessuð gríman, það er spurning hvort það falli á þig tvær grímur í kvöld, í Feneyjum og Fróni.
  Áfram með smásögurnar, bæði þessar vafasömu svo og reynslusögurnar.

 4. Heyrðu annars, alveg óskylt færslunni þinni, eitt sem ég rek oft augun í þegar ég fer á síðuna.
  Ætti ekki að swappa út Gróttuvitanum fyrir Garðskagavitann efst á síðunni, eða er bara svona lítið eftir af MelstaðsBjarna úr InnGarðinum (hvernig útlegðist það, Bjarni de Melstad (de InGard)? 🙂

 5. Félagi Þorkell. Eins og þú veist stendur mér Garðskagavitinn mun nær en litli bróðir hans í Gróttu. Þar liggur líka hundurinn grafinn. Garðskagavitinn er einfaldlega of hár til að komast með góðu móti fyrir í þessu myndaformi. Kannski ég taki samt mynd af honum og leggi einfaldlega á hliðina.
  Salute!
  Bjarni della Stada di Melo al Giardino interno!

 6. Gamli gaur,
  Vonandi gekk allt upp hjá þér í gærkvöldi. Toj X 3 með framhaldið.
  Ávallt,
  Óli Kjartan

 7. TIL HAMINGJU!!!! FRÁBÆRT!!!
  Skammast mín náttúrlega enn meira núna fyrir að hafa hvorki séð þig né heyrt 😦 og litlu munaði að við hvorki sæjum né heyrðum stóru systur þína rétt áðan því vitteisingarnir á Rúv skelltu á auglýsingum á röngum stað. Mættu svo sjálfur næst og skelltu einni ljósblárri með í þakkarræðuna 🙂

 8. Kristín Linda - uppáhalds

  Elsku Frændi.. Innilega til hamingju með Grímuna !!!!!!!!!!!!!! Þú áttir þetta svo sannarlega skilið.

  Ég vona að þú eigir eftir að hljóta fleiri Grímur um ævina, eða ég vona það ekkert ég er viss um það.

  Vildi bara láta þig vita að ég er svakalega stollt af þér og glöð fyrir þína hönd.

  Við sendum þér stóra knúsa og kossa frá klakanum.

  p.s hvað þýðir TOJ ??? En gangi þér vel með sýningarnar í Feneyjum xxxxx

 9. Innilega til hamingju með verðlaunin kæri vinur!!
  Frábært að fá svona viðurkenningu á sínu starfi, hefði verið gaman að sjá þig á sviðinu í kvöld en stóra systir þín stóð sig með stakri prýði.
  Horfði á þetta hjá pabba og mömmu sem senda þér innilegar hamigjuóskir 🙂

 10. Innilega til hamingju með þessa viðurkenningu. Það er engin spurning um það að þú ert vel að þeim komin. Gangi þér ávalt allt í haginn áfram.

 11. Hjartanlegar hamingjuóskir með mjög svo verðskuldaða Grímu kæri vinur. Og til hamingju með frumsýninguna hef ekki nokkrar áhyggjur af að þú hafir ekki brillerað þar hvort heldur var lifandi eða dauður!

 12. Glæsilegt. Til hamingju með þetta Bjarni minn.

  Má ég nokkuð eiga styttuna?

 13. Innilegar hamingjuóskir með verðskulduðu Grímu-verðlaunin og þú færð RISAST’ORT KN’US þegar við hittumst næst ( kannski í sumar 4.-21.júlí??). ‘Eg er SVO stolt af þér. Verst að ég á ekki mynd af þér að æfa þig í Faxaskjóli ca. „87-„88 , til að deila með ykkur hinum!! Hvað um það, góðar minningar ekki satt?
  Einnig til hamingu með 20 ára stúdentsafmælið… og okkar 20 ára vináttu!!!

 14. Gott á þig Grímur minn 🙂

  ÓlKj

 15. Elsku besti Bjarni,
  Hjartanlega til lukku með þetta!!

  Ég var virkilega stolt fyrir þína hönd í gærkvöldi,
  algerlega frábært!!
  Rúv var ekki alveg að standa sig víst í útsendingunni, en það kom ekki fram í salnum. Systir þín stóð sig vel, og kveðjan frá þér kom vel til skila.

  Og, til lukku með frumsýninguna, gekk ekki vel?
  Auðvitað.

  kveðja,
  Hulda Björk.

 16. Ólöf Breiðfjörð

  Sæll félagi,

  til hamingju með Grímuna þína…vel að þessum sigri kominn. Svo auðvitað til hamingjum með frumsýningu í Feneyjum, hef ekki orðið svo frægur að syngja í La Fenice, þessir andskotar buðu mér uppá eitthvað helv… tjald þegar spng tónleika með hljómsveitinni fyrir nokkrum árum. En hvur veit hvað framtíðin ber í skauti sér,

  bestu kveðjur úr örstuttu helgarfríi á Ísaláði,

  Gunnar

 17. Til lukku með grímuna … fyllilega verðskuldað …

  Aldrei þessu vant unnu báðir mínir uppáhalds.

  Er ekki hægt að fá stykki með þér og Benna saman????

  Kveðja af Arnarhrauninu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s