Tuðandi þakklátur!

Stoltur, montinn, þakklátur, glaður, undrandi, snortinn, hlessa, feginn, kátur og jafnvel sjálfumglaður er ég með að hafa fengið Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin 2007 sem besti söngvarinn. Það eru auðvitað margir frábærir söngvarar á Íslandi en við sem tökum þátt í uppfærslum í heimalandinu komum ein til greina. Í þeim hópi voru frábærir söngvarar: Snorri, Finnur, Gunnar, Ágúst og svo auðvitað Hulda Björk sem líka fékk útnefninu (nú má enginn móðgast sem ég taldi ekki upp). Þessi staðreynd gerir heiður minn enn meiri . Mig langar líka til að þakka öllum þeim sem sent hafa mér hamingjuóskir; bæði með Kommentum og svo símleiðis.

En hvað um það, Feneyjarvist minni er brátt lokið. Ég flandra núna á milli Feneyja og Vínarborgar þar sem æfingar eru hafnar á brúðkaupi Fígarós. Eftir aðra sýninguna á Siegfried í gærkveldi tók ég næturlestina til Vínar. Eitthvað er nú minningin um að sofa í lest búin að brenglast því að mig minnti að það væri ekkert mál að lúlla í nokkra tíma, líðandi áfram á brautarteinum. Raunin í nótt var önnur. Kojan mín var hörð og mjó (kannski er ég bara orðinn eitthvað breiðari en síðast) og hitinn í klefanum var örugglega 30 gráður þegar við lögðum af stað. Klefafélagi minn, austurrískur stærðfræðingur, var mjög viðkunnarlegur þangað til hann sofnaði á bakinu og hraut eins og þrumuveður á styrjaldartímum. Mig langaði líka til að lesa örlítið en leslamparnir virkuðu ekki. Því lagðist ég til svefns og þegar ég loks festi blund kviknaði skyndilega á öllum leslömpunum í klefanum þannig að mér varð loks að ósk minni um að kíkja í bók. Ég svaf síðan slitrótt þangað til í morgum þegar við nálguðumst höfuðborg Austurríkis í hita og stækju. Ég á eftir að fara 3-5 svona ferðir á næstu dögum og nóttum. Amen.

Nú er komið nóg af þessu tuði. Síðasta vika mín í Feneyjum var yndisleg enda naut ég nærveru elskulegrar unnustu minnar og þá breytast túristastaðir eins og Feneyjar í rómantíska paradís.

Hér sit ég núna á kaffihúsi í Vín og drekk Melange. Ég bjó 18 ár í Garðinum, 3 ár í Keflavík, 6 ár á höfuðborgarsvæðinu og síðan 8 ár í Vínarborg. Mér líður því obbolítið eins og að vera kominn heim.

Na servas!

5 athugasemdir við “Tuðandi þakklátur!

 1. Innilega til hamingju Bjarni minn! Og gott að þú sért kominn „heim“ nema fyrir þær sakir að það er skelfilega langt frá mér. Hlakka til að koma.
  Mér reiknast til að þú sért sem sagt 35 ára, var þetta 40 afmæli misskilningur?? 😉

 2. Já til lukku með grímuna og ynginguna 😉

 3. Innilega til hamingju með Grímuna og heila klabbið barasta!
  Kolli Ket

 4. takk, takk. Það er greinilegt að stærðfræðikennslunni er ekki ábótavant norðan heiða. Ég taldi ekki með þau 5 ár sem ég bjó í Berlín. 35 plús 5 gera síðan 40 og hananú.

 5. Blessaður og sæll, kæri Bjarni og einlægar hamingjuóskir með Grímuna. Megi þessi aðeins vera sú fyrsta!
  Farðu svo vel með þig í þessum útlöndum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s