Bjarni Brando í Brúðkaupi Fígarós!

Sex konur klæddu mig í og úr í heila tvo klukkutíma eftir hádegið í gær milli þess sem þær störðu á mig, ýmist standandi eða á hnjánum. Búningamátun er órjúfanlegur hluti af undirbúiningi fyrir sýningu og sé um nýja uppfærslu að ræða (eins og núna) þarf að taka margar mikilvægar ákvarðanir.

Á brjóstvasinn á jakkanum að vera alvöru eða bara þykistunni? Ein eða tvær tölur á jakkanum? Klof að aftan? Axlapúðar? Oftar en ekki er það síðan svo að leikstjórinn ákveður að maður sé kominn úr jakkanum áður en maður stígur inn á sviðið. En hvað um það, þetta er hluti af þessu ferli og sjálfsagt að taka það alvarlega. Mér finnst þetta svo sem ekkert leiðinlegt en það reynir samt á að horfa á sjálfan sig í fullri stærð, tvo klukkutíma í spegli. Ég mátaði tvenn jakkaföt í dag; önnur gráglansandi en hinn „beis“ hvít. Bæði með vesti og svo fæ ég hvíta skirtu og flott bindi við bæði fötin.

Venjulegast er lögfræðidoktorinn Bartolo bitur eldri maður, afkáralegur og skollóttur eða með barokkhárkollu. Þannig er það ekki í þetta skiptið. Uppfærslan gerist í nútímanum og útlitslega fyrirmyndin að perónu Bartolo er Marlon Brando. Ég fæ meira að segja að reykja vindla í sýningunni, klípa í kvenfólk, daðra og vera dónalegur. Danski leikstjórinn lagði höndina á öxlina á mér í gær og sagði: „Bjarni, reyndu að setja þig í spor Bartolo eins og hann er í uppfærslunni minni. Þar er hann einn af þessum eldri mönnum sem hefur gaman að sér töluvert yngri konum!

Ég verð vist að reyna að setja mig í hans spor.

5 athugasemdir við “Bjarni Brando í Brúðkaupi Fígarós!

 1. Elsku drengurinn, þetta verður eflaust erfitt fyrir þig, en þú stendur þig nú þegar einsog hetja!

 2. Gunnar Gudbjörnsson

  Thetta verdur helvitu töff (fyrir thig), nu er ad syna thina virkilegu leikhaefileika…
  kv, Gunnar

 3. Ég sé að kollegarnir hafa mikla trú á þér í þessu hlutverki…en það verður erfitt!
  ÓlKj

 4. Þú plummar þig mar….

  Ertu búin að sjá pylsusjoppuna á Horninu við albertgasse/Josefstätderstrasse …. hún veit ekki af hvaða viðskiptum hún missti með að opna svona seint 😉

 5. Ég veit ekki hversu mikil gagnrýnin yrði á sjálfið við að standa fyrir framan spegil í 2 tíma.. usss.. þú stendur þig vel.

  Ég bakaði pönnsur að hætti Heiðu ömmu í dag og færði henni, við sátum við kaffibollann og ræddum um daginn og veginn. Gott að vera komin nálægt ömmunni sinni 😉

  Ég sagði ömmu að ég hefði kommentað hjá þér og óskað þér til hamingju með Grímuna, eftir að hafa tekið 10 mín í útskýringar á hvað komment væri sagði hún mér að skila kveðju næst þegar ég gerði slíkt;) (amma er svakalega stollt af þér) Hér með skila ég þeirri kveðju og óska þér velfarnaðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur á næstu dögum. Mundu svo að nota góðan svitalyktareyði fyrir „klæðabjarnakonurnar“ 🙂

  p.s Ég komst inn í masterinn við HÍ jeij 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s