Mánaðarsafn: júlí 2007

Bloggið flutt „einu sinni enn“!!!

Það er svo erfitt að vera ekki eins og hinir.
Ég er því kominn með blog á MBL

http://bassontheroad.blog.is/

Jæja, sjáumst vonandi þar…..

A5F4FAB5D8CB181296CD671B423EF762

Það er dýrt að vera til… ó þó ekki alltaf!

Utan á hurðinni á íbúðinni sem ég dvel í hérna í Vínarborg hékk í gær poki með auglýsingapésum. Einn þeirra var frá versluninni SPAR. Ég var kominn að því að henda þessu í ruslið þegar ég rak augun í verðið á Puntigamer bjórdós: 59 cent.

Ég ákvað því að taka nokkrar „stikkprufur“ út úr þessum bæklingi. Hér koma þær:

Bjórdós (1/2 l) Puntigamer 0,59€   50 kr
Súkkuladi (100 gr) Milka 0,55€   46 kr
Snakk (170 gr) Pringles 1,19€   99 kr
Gúrka (1 stk)   0,39€   33 kr
Tómatar (1 kg)   0,99€   83 kr
Kjúkl. bringa/læri (1 kg) Huber 3,70€   316 kr

Þess ber auðvitað að geta að um tilboðsverð er að ræða. Ég er reyndar ekki alveg með íslenska verðlagið á hreinu en eitthvað segir mér að ég þurfi að hafa aðeins meiri pening í buddunni þegar þessar vörur eru keyptar á Fróni.

Bíóferð – á ensku eða þýsku?

Sú var tíðin fyrir mörgum árum síðan að ungur Íslendingur fluttist til Vínarborgar til að læra að syngja. Eftir 27 ára búsetu á Íslandi kom honum margt spánskt fyrir sjónir í heimsborginni við Dóná enda lítið sameignlegt með Garðskagavita og Stefánsdómi, samkomuhúsinu í Garðinum og Vínaróperunni hvað þá Miðnesheiðinni og Vínarskógi. Þessi ungi maður hafði lagt stund á þýskunám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og m.a.s. farið í stutta námsferð til Þýskalands. Þegar til Vínarborgar var komið varð honum ljóst að ýmislegt vantaði uppá í germönskunni til að hann gæti tjáð sig og skilið aðra. Til mikillar armæðu var allt sjónvarpsefni líka á þýsku. Þó samtalssenur í bandarískum bíómyndum séu ekki alltaf á mjög háu plani þá átti þessi ungi maður samt það erfitt með skiling að sú ánægja sem fylgir sjónvarpsglápi fór alveg fyrir bí. Þar að auki var vægast sagt hræðilegt að hlusta á stjörnur hvíta tjaldsins tala þýsku og það með allt annarri röddu en þeirra eigin.
Um síðir fór þó svo þetta vandamál var úr sögunni. Íslendingurinn bætti orðaforða sinn dag frá degi og eftir hálfan vetur tókst honum að horfa á flest allt sjónvarpsefni á afslappaðan hátt. Þar hjálpaði líka austurríski bjórinn sem rennur sérstaklega vel niður hálsinn þegar hlutstað er á þýskuna ilhýru (eða er það ylhýru eða ylhíru?). Þannig gerðist það líka síðar að söngnemandinn fór á talsettar myndir í bíó enda voru vinirnir stundum ekki þeir sleipustu í ensku (þeir höfðu enga Miðnesheiði greyin).

Nú eftir 13 ár á ég á margan hátt auðveldara með að skilja myndir ef þær eru talsettar á þýsku. Þar kemur líka til að þýska talsetning er mjög góð (ég þekki tvo talsetningarleikara í Berlin) og svo er málið vandað betur heldur en í „live“ upptöku í einhverri leikmyndinni í Hollywood.

Í kvöld ætla ég að sjá Ocean 13 ( Ozean dreizehn) og get ekki alveg ákveðið mig hvort ég eigi að sjá hana á þýsku (kl. 20:15) eða á ensku (kl. 21:15).

Hver þremillinn! Klukkan er orðin hálf níu svo ég verð víst að sjá hana á ensku.
Allt þessu gagnslausa bloggi að kenna!
Scheiße