Bíóferð – á ensku eða þýsku?

Sú var tíðin fyrir mörgum árum síðan að ungur Íslendingur fluttist til Vínarborgar til að læra að syngja. Eftir 27 ára búsetu á Íslandi kom honum margt spánskt fyrir sjónir í heimsborginni við Dóná enda lítið sameignlegt með Garðskagavita og Stefánsdómi, samkomuhúsinu í Garðinum og Vínaróperunni hvað þá Miðnesheiðinni og Vínarskógi. Þessi ungi maður hafði lagt stund á þýskunám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og m.a.s. farið í stutta námsferð til Þýskalands. Þegar til Vínarborgar var komið varð honum ljóst að ýmislegt vantaði uppá í germönskunni til að hann gæti tjáð sig og skilið aðra. Til mikillar armæðu var allt sjónvarpsefni líka á þýsku. Þó samtalssenur í bandarískum bíómyndum séu ekki alltaf á mjög háu plani þá átti þessi ungi maður samt það erfitt með skiling að sú ánægja sem fylgir sjónvarpsglápi fór alveg fyrir bí. Þar að auki var vægast sagt hræðilegt að hlusta á stjörnur hvíta tjaldsins tala þýsku og það með allt annarri röddu en þeirra eigin.
Um síðir fór þó svo þetta vandamál var úr sögunni. Íslendingurinn bætti orðaforða sinn dag frá degi og eftir hálfan vetur tókst honum að horfa á flest allt sjónvarpsefni á afslappaðan hátt. Þar hjálpaði líka austurríski bjórinn sem rennur sérstaklega vel niður hálsinn þegar hlutstað er á þýskuna ilhýru (eða er það ylhýru eða ylhíru?). Þannig gerðist það líka síðar að söngnemandinn fór á talsettar myndir í bíó enda voru vinirnir stundum ekki þeir sleipustu í ensku (þeir höfðu enga Miðnesheiði greyin).

Nú eftir 13 ár á ég á margan hátt auðveldara með að skilja myndir ef þær eru talsettar á þýsku. Þar kemur líka til að þýska talsetning er mjög góð (ég þekki tvo talsetningarleikara í Berlin) og svo er málið vandað betur heldur en í „live“ upptöku í einhverri leikmyndinni í Hollywood.

Í kvöld ætla ég að sjá Ocean 13 ( Ozean dreizehn) og get ekki alveg ákveðið mig hvort ég eigi að sjá hana á þýsku (kl. 20:15) eða á ensku (kl. 21:15).

Hver þremillinn! Klukkan er orðin hálf níu svo ég verð víst að sjá hana á ensku.
Allt þessu gagnslausa bloggi að kenna!
Scheiße

4 athugasemdir við “Bíóferð – á ensku eða þýsku?

 1. Þú hefðir betur borið það undir mig hvort þú ættir að sjá hana á ensku eða þýsku.

  Af tvennu illu hefði væntanlega verið forvitnilegra að sjá hana á þýsku. Allavega var enska útgáfan ekki upp á marga fiska. Ég hefði ráðlagt þér að sjá hana alls ekki.

 2. Takk fyrir það Baldur… Myndir var alveg hörmuleg að mínu mati líka. Hollywood tjaldar öllum aðal töffurunum sínum og þeir reyna að vera sniðugir í 120 mínútur. Hræðilegt!
  Sennilega verða kvenkyns áhorfendur ekki fyrir eins miklum vonbrigðum með hana eins og við en það er ekki spurning um menningu eða afþreyingu heldur líffræði.

 3. Þorkell Logi

  Það rifjaðist upp við lestur bloggsins er þú sagðir mér frá fyrirmyndarföðurnum Cosby á sínum tíma er hann talaði á þýsku. „Komm Theo“ o.s.frv fannst okkur báðum ansi spaugilegt að hugsa sér og sjá á þýsku í stað amerískunnar. Er maður að horfa fyrir skemmtigildið eða vill maður fá þetta sem næst „raunveruleikanum“. Sjálfur finnst mér ansi skrýtið ef munnhreyfingar og tal eiga ekki saman og því myndi ég tippa á að fara á enskuna (þótt ég kynni bæði málin vel) nema maður vildi auka skemmtigildið og hafa þetta skrýtið. Þetta er allt spurning með hugarfarið/tilganginn. 🙂

 4. Strákar, Ocean 13 er sjálfsagt svar Hollywood við Charlize Angels myndunum „stórgóðu“ þar sem mottóið var: Að sýna stelpurnar í sem flestum tegundum (sexy) einkennisbúninga kvenna!

  Hvað sem viðkemur líffræði þá er ég ekkert sérstaklega spennt fyrir strákaleikjum undir dyggri stjórn hjartaknúsarans George Clooney.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s